Menu
Forsíða vinijóga fyrir líkama öndun huga og anda

Vinijóga fyrir líkama

öndun huga og anda

 

Verið hjartanlega velkomin í YogĀtma.

Við erum lítil, hlýleg og kyrrlát jóga miðstöðMiðstöðin okker er vinaleg, afslöppuð og ósvikinn staður til að læra og iðka jóga. Okkar litla fallega stúdíó er í hjarta Reykjavíkur og státar af tveimur mjög hæfum kennurum með mikla, kennslureynslu og nám að baki. Við höfum kennt jóga iðkun frá byrjendum til lengra komnum síðan árið 2003.

Kennsla okkar byggir á ‘vinijóga’ nálgun að hatha jóga sem kemur úr kennslu T.Krishnamacharya, og sonar hans T.K.V. Desikachar. Vinijóga er yfirgripsmikil og upprunaleg miðlun jógaiðkunar. Kennslan felur í sér āsanaprāṇāyāmabandha, hljóð, kyrjun, hugleiðsla, persónulegur ritúal og stúdering jóga texta. Þetta er núvitundarleiðin að jóga.

Við tökum hlýlega á móti þér.

Námsleiðir

Hjarta kennslunnar í miðstöðinni eru 1 – á – 1 tímar, þar sem Gummi og Talya hanna einstaklingsmiðaðar rútínur, sem eru sérsniðnar að þörfum, lífsstíl og markmiðum hvers nemanda.

Við kennum einnig fámenna hóptíma sem tryggir miðlun og gæði kennslunnar. Fyrir þá sem vilja frekari þróun á ástundun sína eða dýpka skilning sinn á yoga, bjóðum við upp á mismunandi námsleiðir. Vinnustofur, hlédrög eða iðkenda/kennaraþjálfun okkar.

SJÁÐU NÁNAR

Um Okkur

Gummi og Talya eru sérhæfðir jógakennarar í einstaklingsmiðaðri iðkun, þau hafa verið iðkendur og kennarar í tvo áratugi. Þau deila þekkingu sinni og verkfærum jóga fyrir þá sem vilja læra, þróa eða ástunda jógaiðkun, aðlagaða að þeirra þörfum og getu. Þessi nálgun kallast einstaklingsmiðað iðkun eða vinijóga á sanskrít. Í Yogātma höfum við skapað rými til iðkunar, könnunar og ástundunar á jóga hvort sem það er 1-á-1, hópiðkun eða frekari nám í jógafræðum.

Nánari upplýsingar

1 - 1
Hóptímar
Námskeið

Bókaðu fría ráðgjöf

Þetta er tækifæri fyrir okkur að hittast og ræða um markmið þín áður en nokkur skuldbinding er gerð um áframhaldandi iðkun. Við munum fara yfir ferlið í einstaklingsmiðaðri iðkun og þú verður beðin/n um að gera einfaldar hreyfingar svo við getum metið hreyfigetu þín. Við ræðum hvaða tímabókanir henta þér best eða þú ferð heim og hugsar málið og hefur samband við okkur síðar.

HAFÐU SAMBAND

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar