Menu

1 – Á – 1

 

1. Jóga sem persónuleg könnun og þróun

Þróunarleiðin er hentug fyrir þá sem hafa áhuga á að ná líkamlegum eða andlegum markmiðum í gegnum ákafan æfingarferil. Þetta getur falið í sér, en takmarkast ekki við, að rækta  líkamann með stöðum eða hreyfingum, þróa andardrátt til að efla innri orkuferla og starfsorku, eða notkun á einstökum kyrjunum og hugleiðsluaðferðum til að þróa gjörhygli og að endingu að ná meistrun á eigin huga.

2. Jóga sem eigin heilsugæsla og bæting á daglegri starfsorku.

Flest okkar eru í þeim aðstæðum að við náum ekki að höndla okkar flóknu daglegu streituvalda, eins og: vinnuálag, fjölskylduskuldbindingar, eða lífsstíls ávana sem leiða oft á tíðum til almennra líkamskvilla, lélegrar meltingar, truflaðrar starfsorka, truflun í svefnrytma, og daufur eða ofvirkur hugur. Það eru margskonar hæfni sem hægt er að þróa með réttri jógaþjálfun sem hjálpa okkur að takast á við daglega streituvalda, létta á og verja okkur gegn daglegu áreiti, og styðja okkur almennt í daglegu lífi.

3. Jóga sem þerapía

Við notum þerapísku aðferðina þegar vandamál í líkama eða huga, hafa orðið langvarandi eða eru bráð. Hægt er að nota jóga sem þerapía á áhrifaríkan hátt, bæði sem stuðningur við hefðbundnar sem og  óhefðbundnar meðferðir, eða sem ein og sér. Jóga sem þerapía, vísar til aðlögunar og réttra beitinga á jóga stöðum/öndunarvinnu, eins og á við hverju sinni. Einnig kemur mikilvægi sértækra rútína sem hjálpa iðkandanum að takast á við sínar heilsuáskoranir.

Vilt þú vera ein/n af tugum íslendinga sem hafa áttað sig á umbreytingakrafti sjáleflandi iðkunar vinijóga, hafðu þá samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Bókaðu fría ráðgjöf

Bókaðu fría ráðgjöf

Þetta er tækifæri fyrir okkur að hittast og ræða um markmið þín áður en nokkur skuldbinding er gerð um áframhaldandi iðkun. Við munum fara yfir ferlið í einstaklingsmiðaðri iðkun og þú verður beðin/n um að gera einfaldar hreyfingar svo við getum metið hreyfigetu þín. Við ræðum hvaða tímabókanir henta þér best eða þú ferð heim og hugsar málið og hefur samband við okkur síðar.

HAFÐU SAMBAND

Nánari Upplýsingar

1-á-1 er ferli þar sem kennari og nemandi vinna saman að því að skapa sértækar rútínur sem nemandinn iðkar daglega heima fyrir, tímarnir eru 1 – 4 sinnum í mánuði, hver tími inniheldur fínpússningu á rútínu, sem og viðbætur og aðlaganir. Rútínan getur falið í sér falið í sér líkamsstöður og/eða útfærslur af stöðum, öndunarvinnu, hugleiðslu, eða að læra að kyrja eða nema viðeigandi jóga texta. Tækni og verkfæri jóga iðkunar eru endalausar og þú getur þróað þína iðkun á eigin hraða, mikilvægt er að iðkandinn hafi tíma, rými og ásetning þegar kemur að iðkuninni.

Svona var jóga kennt, 1-á-1 fremur en hóptímar. Ef þú vilt kanna og þróa sambandi þitt við jóga, með sérhannaðri rútínu bara fyrir þig, til að mæta þörfum þínum og lífsstíl, þá er þessi aðferð fyrir þig.

Að vinna persónulega með kennara er tækifæri til að vinna að einstökum markmiðum þínum, með því að taka tillit til þinnar líkamsgerðar, þíns aldurs, atvinnu eða fjölskylduvæntinga, eða eftir þínum áhuga.

Aðferðarfræði jóga er eins og verkfærakassi með úrvali af  gagnlegum verkfærum. Þegar unnið er með þessum hætti getur kennarinn notað þau verkfæri sem tengjast þínum markmiðum, áhuga og getu. Þetta er notkun jóga sem “viniyoga” – aðlögun jóga til einstaklingsins. Hlutverk kennarans er að styðja og styrkja nemandann með því að afhenda þekkingu og verkfæri, svo þú getur verið sjálfstæður í iðkun.

Það er margra ára þjálfun að þróa færni til að vinna með fólki á 1-á-1 hátt. Gummi og Talya hófu þjálfun sína í listum viniyoga árið 2008 með Marc Beauvain og héldu áfram sínu persónulega námi með Paul Harvey, Center of Yoga Studies. Þau halda áfram stöðugu námi með Paul, og hafa faglega umsjón frá honum.

HAFÐU SAMBAND

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar