Menu

 

Śrí T Krishnamacharya

Krishnamacharya var indverskur jóga kennari, ayurveda læknir og fræðimaður. Hann er oft kallaður “faðir nútíma jóga” eins og það er kennt í vesturlöndum í dag. Eitt af hans stærstu áhrifum að færa aftur í nútíma iðkun, samsuðu milli hațha og raja yoga.

Hann trúði því að jóga væri ein stærsta gjöf til mannkynsins, bæði sem andleg iðkun eða sem sjálfshjálpar verkfæri til almennrar heilsu og hreystis. Hann endurvakti hina fornu list vinyasa krama, sem er lögmál hreyfingar og andardrátts. Undirliggjandi lögmál í  hans kennslu var “kenndu það sem er við hæfi fyrir hvern einstakling”.

Kennsla hans var víðáttumikil, hún spannaði all frá jóga iðkun sem þerapía, að jóga iðkun að uppljómun. Hans kennsla endurspeglast hvað heildsteyptast með hans nánasta nemanda Desikachar í því sem kallast “viniyoga af jóga”, þar sem jóga er aðlagað að getu, þörfum og óskum hvers þanns sem óskar. Hann var einnig kennari margra þekktra jógakennara í vesturlöndum í dag eins og Iyengar, S Ramasvami, A.G. Mohan, Indra Devi og Pattabhi Jois.

Krishnamacharya var fjölskyldumaður sem sinnti sínum skyldum sem faðir og eiginmaður en á sama tíma ástundaði sína jóga iðkun reglulega.

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar