Menu

Hóptímar

Vertu hjartanlega velkomin

Komdu, upplifðu og lærðu forna jógaiðkun fyrir nútíma heim

Tímarnir okkar byggja á ‘vinijóga’ nálgun að hatha jóga sem kemur úr kennslu T.Krishnamacharya, og sonar hans T.K.V. Desikachar. Þetta er núvitundarleiðin að jóga.

Við mælum með að þú komir og kannir tímana hjá okkur. Vinijóga 1 miðar að því að kanna undirstöður iðkunar og hentar því þeim sem eru byrjendur, eða þeir sem koma úr öðrum hefðum og vilja kanna vinijóga. Vinijóga 2 er tími fyrir blandaða getu, í þessum tíma þá kynnum við erfiðari stöður, ítarlegri tækni og sitjandi öndunar- og hugleiðsluæfingar. Allir tímar eru opnir og þér er velkomið að koma í alla tíma.

Vinijóga er mjög yfirgripsmikil aðferð og þú getur átt von á að kynnast fjölmörgum verkfærum jógaiðkunar.

Okkur hlakka til að kynnast þér.

Sjáið umsagnir nemenda að neðan

Hafðu samband

Stundaskrá

Skrollaðu niður til að sjá lýsingu á tímum og verðskrá.

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
10:00 – 11:15 Vinijóga 1-2
12:05 -13:00 Betri starfsorka (G) Betri starfsorka  (T)
17:45 – 19:00 Vinijóga 1 (G) Vinijóga 1-2 (T)
18:15 – 19:30 Vinijóga 2 (T) Vinijóga 2 (G)
19:00 – 20:15 Námskeið (G/L) Námskeið (T/L)
19:40 – 20:50  Námskeið (T/L)  Námskeið (G/L)

Tímar litaðir rauðu eru opnir tímar   T = Talya   G = Gummi

 

Vinijóga 1

Grunnnámskeið er kennt í 6 vikna tímabili, við mælum með því að iðkendur í öðrum tímum komi reglulega í þessa tíma til að rifja upp grundvallaratriði iðkunar. Hentar algjörum byrjendum, þeir sem koma úr öðrum hefðum eða þeir sem vilja rifja upp. Við könnum grundvallaratriði staðanna, og meginlögmál öndunarmiðaðrar iðkunar samkvæmt vinijóga hefðinni. Einnig kynnum við  grunnhugtök lífspeki jógaiðkunar. Tímanum lýkur á djúpslökun.

 

Vinijóga 1-2

Þetta er tími fyrir blandaða getu: nýir og lengra komnir í sama hóp. Þessir tímar fara skrefi lengra en vinijóga 1, flæði æfingar eru kynntar og unnið dýpra með andardrátt og rétta beitingu í stöðunum. Tímanum lýkur á slökun og kynntar eru sitjandi öndunaræfingar í lok tímans.

 

Vinijóga 2

Þetta er tími fyrir blandaða getu: nýir og lengra komnir í sama hóp. Við kynnum fleiri stöður og gefum ítarlegri leiðbeiningar í grundvallarstöðum, og meginreglum vinijógaiðkunar. Tímanum lýkur á djúpslökun, öndunaræfingum og jafnvel vinnu með einföld hljóð.

 

Jóga fyrir betri starfsorku og almenna vellíðan

Þetta eru hádegistímar. Tíminn er styttri en í eftirmiðdaginn og því hentugt að fara úr vinnu og endurbyggja orku, auka vellíðan fyrir seinnipart dags. Hreyfingar eru einfaldari en í vinijóga 1 en allir finna réttan erfiðleika fyrir sitt getustig. Gott jógaskot á miðjum degi. Tímanum lýkur á djúpslökun.

 

Hafðu samband

opnir tímar

(Kortið gildir í alla opna tíma)

1 mánuður 8.950 kr.

2 mánuðir 16.950 kr.

3 mánuðir 24.950 kr.

Ársgjald 91.000 kr./eða 7.800 á mánuði

Jóga fyrir betri starfsorku

Hádegisjóga

(Kortið gildir aðeins í hádegistímana)

Fyrsti mánuðurinn 3.950

1 mánuður 7.950

2 mánuðir 14.950

Hvers er að vænta í jógatímanum

Tímarnir okkar byggja á ‘vinijóga’ nálgun að hatha jóga sem kemur úr kennslu T.Krishnamacharya, og sonar hans T.K.V. Desikachar og er miðlað til okkar frá Paul Harvey. Þetta er núvitundarleiðin að jóga.

Hugtakið “viniyoga” er að finna í höfuðtexta jógaiðkunar, Patanjali jóga sūtra, sem var ritaður fyrir um 2000 árum. Vinijóga þýðir, að verkfæri jógaiðkunar er beitt á viðeigandi hátt (miðað við aldur, heilsu og getu), fyrir hvern einstakling. Þessi aðferðarfræði er hjarta kennslustíls okkar. Nemendur eru hvattir til að iðka eftir sinni bestu getu, og bera bæði kennsl á styrkleika sína sem og takmarkanir. Við bjóðum valkosti fyrir þá sem geta unnið ítarlegra með líkama eða öndun, og/eða gefum aðlaganir á stöðum og öndunaræfingum ef einstaklingar hafa meiðsl eða aðrar líkamlegar takmarkanir.

Þessi nálgun er bæði aðgengileg byrjendum, þeir sem eru reynslumeiri og vilja strembnari þjálfun, eða þá sem glíma við meiðsli eða líkamlegar takmarkanir. Nemendur eru hvattir til að hlusta á líkama sinn og taka hvíld þegar þörf krefur.

Tímarnir okkar eru hægir en dýnamískir, að því leyti að við förum inn og út úr stellingum í takt við okkar lengsta, dýpsta andardrátt. Að vinna hægt og rólega með árvekni getur oft verið sterkara og skilvirkari, en hraðari vélrænni hreyfingar. Enn fremur gerir það líkamanum kleift að skynja  stöðurnar og ákveða hvort hann samþykkur það sem við biðjum hann um að gera áður en meiðsli eiga sér stað. Með þessum áherslum, getum við einnig haldið stöðunum í lengri tíma og dýpkað vinnuna í stöðunni með djúpöndun og árvekni.

Uppbygging jógatímanna felur yfirhöfuð í sér líkamsstöður (āsana) og einstaka röðun stellinga (vinyasa krama). Tímanum lýkur á leiddri slökun og sitjandi öndunar- hugleiðsluaðferðum (prānāyāma). Þessi aðferð er djúpstæð til að koma böndum á hugann, betrumbæta gjörhygli og hafa bein áhrif á orku okkar, til að láta skapa ‘sattva’ ástand (skýrleika og hugarró) í undirbúningi fyrir hugleiðslu.

Í samhengi við uppbyggingu tímanna þá kennum við í mismunandi þemum, svo að nemendur eigi auðveldara með að læra stöðurnar og iðkunina í heild sinni. Iðkuninni er ávallt haldið ferskri og lifandi svo við fáum sem mesta tilbreytingu í iðkun okkar.

Hafðu samband

 

Umsagnir nemenda

“Á síðastliðnum 13 árum hef ég stundað yoga hjá Gumma og Talyu. Á þessum árum hef ég líka prófað margar aðrar yogastöðvar til að víkka sjóndeildarhringinn og prófa eitthvað nýtt.
Það er eitthvað við kennsluna hjá þeim sem gerir hana dýpri og betri en hjá öðrum. Þau hafa klárlega mikla þekkingu og skilning á viðfangsefninu og líka góða tilfinningu fyrir getu hvers og eins þannig að kennslan verður hnitmiðuð.
Það sem mér finnst þó best er að Yogatma er eina stöðin sem ég hef fundið þar sem öndunin er aðal atriðið. Það tók mig mörg ár að skilja hversu áríðandi þetta atriði er. Eitt er að hreyfa sig og anda, annað að láta öndun stjórna hreyfingum – þá fyrst gerast hlutirnir.
Gummi og Talya eru klárlega bestu yogakennarar sem ég hef kynnst og ef þú ert að leita að góðri yogastöð, þá mæli ég með Yogatma.”

Haukur Hafsteinsson

 

“You will have to look long and hard to find yoga teachers with the same amount of dedication and experience as Gummi and Talya. They have practiced and studied various styles of yoga and their practice and teaching has evolved accordingly. Anyone interested in real depth in their yoga practice should seek them out!”

Hákon Skjenstad

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar