Menu
Grunnnámskeið í vinijóga

Hóptímar

Vinijóga er heildræn iðkun fyrir líkama,

öndun, huga og sál

Við bjóðum þig hjartanlega velkomin. Ef þú ert nýr að vinijóga þá er gott að byrja í byrjendatíma og kynnast iðkuninni í eitt tímabil. Iðkunin kallast öndunarmiðuð iðkun og er djúpstæð öndunarþjálfun í kröftugri hreyfingu. Vinijóga er mjög yfirgripsmikil aðferð og þú getur átt von á að kynnast fjölmörgum verkfærum jógaiðkunar: stöðum, sitjandi hugleiðslu- og öndunaræfingum, bandha tækni, kyrjun og mantra. Sjáðu nánar hver er að vænta

Einnig deilum við salnum okkar með frábærum kennurum skrollaðu niður til að kynnast þeirra tímum betur.

Okkur hlakkar til að kynnast þér.

Hafðu samband

Vinijóga byrjendur

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 19:45 – 21:00

Sjáðu heildarstundarskrá hér

Byrjendatímarnir eru kenndir í 4 vikna tímabilum. Hentar algjörum byrjendum, eða þeim sem koma úr öðrum hefðum og vilja kynna sér vinijóga. Við könnum grundvallaratriði staðanna, og meginlögmál öndunarmiðaðrar iðkunnar samkvæmt vinijóga hefðinni. Einnig kynnum við  grunnhugtök lífspeki jógaiðkunar. Sjáðu umsögn nemanda

 

Vinijóga Framhald

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 18:15 – 19:30, laugardagar frá 10:00 – 11:15

Sjáðu heildarstundarskrá hér

Tímarnir okkar eru fyrir blandaða getu, þeir sem eru að byrja og þeir sem eru vanir. Unnið er eftir lögmálum hreyfingar og andardrátts. Tímarnir innihalda grundvallar- og millistigsstöður, tímanum lýkur á djúpslökun, öndunaræfingum, hugleiðslu og jafnvel vinnu með einföldum hljóðum (mantra). Við mætum þörfum hvers nemanda og hver finnur rétta erfiðleika stig fyrir sig varðandi líkamlega getu og dýpt öndunarþröskulds. Kynnt eru grunnhugtök lífspeki jóga sem viðkoma hópiðkun. Sjáðu umsögn nemanda

 

Endurnærandi hádegisjóga

Mánudagar og miðvikudagar frá 12:05 – 13:00

Sjáðu heildarstundarskrá hér

Tímar sem henta öllum. Tilvalið að brjóta upp daginn, auka hreyfigetu og sveigjanleika, og taka síðan djúpa slökun. Eftir tímann kemurðu endurnærður í seinni hluta dagsins. Sjáðu umsögn nemanda

 


 

verð

Stakur timi 2.500

10 tíma klippikort 18.500 kr.

1 mánuður 9.200 kr.

3 mánuðir 24.950 kr.

Áskriftagjald 8.100 á mánuði

Samstarfskennarar

Í Yogatma ríkir mikill samstarfsandi og við deilum salnum okkar með nokkrum frábærum kennurum, sem bæði hafa mikla reynslu í kennslu og ástríðu fyrir yoga. Sjáið námskeið/tímana þeirra hér að neðan. Allir kennararnir starfa sjálfstæðir og því er skráning í þeirra tíma beint til þeirra.

 


 

Hugaðu að þér

Mánudagar 20:00 – 20:15 og miðvikudagar 19:00 – 20:15

Kennari: Áslaug Mack Pétursdóttir

Sex vikna námskeið í gong slökun og kundalini jóga með áherslu á að bæta líðan. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. september 2019. Kennt er tvisvar í viku. Tímarnir eru á mánudögum kl. 20:00-21:15 en þá er löng gongslökun ásamt léttum teygjum, jóga nidra eða sjálfsnuddi. Miðvikudagstímarnir eru kl. 19:00-20:15 þar sem gerðar eru kundalini yoga kriyur (æfingasett) ásamt stuttri gongslökun og hugleiðslu.

Sjá facebook síðu

Sjá nánari lýsingu á námskeiði og skráningu

 


 

Jógaflæði

Föstudagar kl. 16:30

Kennari: Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir

Hafið samband við Kristínu til að skrá í tíma

Jógaflæði á föstudögum. Endurnærandi jógatímar í vikulok. Upphitunin er 6 átta Cherokee dansinn, mjúkar hreyfingar sem minna á tai-chi. Síðan taka við hefðbundnar jógastöður. Ég legg áherslu á mjög góða slökun og hugleiðslu eftir hvern jógatíma. Slökunin eru leidd og inniheldur mildar og uppbyggjandi sjálfsvinnuæfingar. Jógatímarnir opna hjartastöðina og gefa gleði, jarðtengingu og jafnvægi. Hver tími inniheldur mjúkar jógastöður (āsana), öndun (prānāyāma) og slökun (yoga nīdra).

Sjá facebook síðu

 


 

Jóga með Mörthu

Miðvikudagar frá 20:30 – 21:45

Kennari: Martha Ernstsdóttir

Sjá facebook síðu

 


 

Jóga með sigfríði

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 09:15 – 10:30

Þriðjudagar og fimmtudagar frá 16:45 – 17:00

Kennari: Sigfríður Vilhjálmsdóttir

Mælum með þessum tímum fyrir eldri iðkendur, kennarinn hlúir einkar vel að nemendum . Frábærir jóga tímar fyrir þá sem vilja stunda hefðbundið jóga byggt á Kripalu og Sivananda jóga. Stellingar, öndun og góð slökun. Þessir tímar voru áður kenndir í Yogastöðinni Heilsubót

 


 

Jóga Nidra

Mánudagar og miðvikudagar frá 17:15 – 18:30

Kennari: Sigurbjörg Þorgrímsdóttir

Jóga Nidra leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Leitt er inn í slökunina með mismunandi hætti og smám saman er farið inn á dýpsta svið slökunar. Þar getur líkaminn heilað sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma. Í tímunum er farið í mjúkar jógastöður í 15-20 mínútur áður en farið er í djúpslökunina. Gott er að hafa með sér augnpúða eða klút til að leggja yfir augun. Gott er að hafa með sér augnpúða eða klút til að leggja yfir augun.

Sjá nánar um námskeið/tíma

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar