Menu

10.september – 15. október

Yoga fyrir betra bak og almenna vellíðan

með Guðmundi Pálmarssyni

16.900 kr.

Námskeiðið

Ert þú einn af þeim sem ert oft á tíðum þreytt/ur í bakinu, stirrðleiki og hreyfihömlur eru farin að hrjá þig. Ef svo er þá er þetta námskeiðið fyrir þig, 6 vikna námskeið fyrir þá sem vilja hlúa að bakheilsu sinni með markmiðaðri jógakennslu. Þetta námskeið er opið öllum, kenndar verða rútínur sem stuðla að því að auk styrk og hreyfanleika baksins, æfingar eru einfaldar og öruggar.

Námskeiðið hentar þeim sem eru með stirrt og/eða þreytt bak, eða þeim sem þjást af minniháttar daglegum kvillum, eins og þreyta og stirrðleiki í baki, eða minniháttar bólgur. Þetta er ekki námskeið fyrir þá sem eru með krónísk bakveikindi, og er þeim bent á einstaklingsmiðaða iðkun.

Þú munt læra:

  1. Grundvallaratriði öndunarmiðaðrar iðkunar
  2. Æfingar sem styrkja og liðka mjóbak, brjóstbak, háls og herðar
  3. Meðvitundartækni til að auka á meðvitund um hrygg og bak
  4. Djúpslökun til að losa um spennur hryggsins

Kennarinn

Gummi annar eigandi Yogātma, hefur verið jógaiðkandi og kennari síðan 2001. Hann hóf nám sitt í jógafræðum 2001 hjá Sivananda Vedanta Yoga centra og bjó þar í 9 mánuði. Árið 2006 – 2008 nam hann með Shiva Rea. Árið 2008 – 2010, nam hann 750 klst nám í vinijóga með Krishnamacharya Healing Yoga Foundation og sérhæfði sig í einstaklingsmiðaðri iðkun. Árið 2015 hóf hann dýpra nám í vinijóga með Paul Harvey og nemur með honum vikulega sem og ferðast til Englands á lengri námskeið. Hann hefur kennt jóga allt frá byrjendum til lengra komna, einstaklingsmiðaða iðkun fyrir þá sem vilja meiri dýpt og aðhald í sinni iðkun, og jógakennurum sem vilja dýpka skilning sinn og auðga kennslu sína.

Sjá nánari sögu hér

Dagsetningar og verð

Dagsetning

Hefst 10. september 2018 og stendur í 6 vikur. Þátttakendur geta mætt í opna tíma á meðan námskeiði stendur.

Kennsla

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 19:10 – 20:10

Kennari

Guðmundur Pálmarsson

Verð

16.900, greitt er 8.000 kr. skráningargjald er greitt við skráningu.

SKRÁ MIG

Dagsetning

Hefst 5. nóvember 2018 og stendur í 6 vikur. Þátttakendur geta mætt í opna tíma á meðan námskeiði stendur.

Kennsla

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 19:10 – 20:10

Kennari

Guðmundur Pálmarsson

Verð

16.900, greitt er 8.000 kr. skráningargjald er greitt við skráningu.

SKRÁ MIG

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar