Menu

Listin að Jóga

Kjarninn að persónulegri könnun

Stig 1

“Hver mínúta var meiriháttar og útskýringarnar á: hvað er jóga, hvernig á að viðhalda því, tengingin milli asana og mótteygju gjörsamlega opnaðist fyrir mér. Og sútrurnar, ég mun algjörlega algjörlega grandskoða þær eftir helgina.”

Eyrún María

 

Viltu taka þína iðkun á næsta stig? Viltu skilja jóga dýpra sem iðkandi eða sem kennari? Viltu fá dýpri innsýn hvert þú ert að fara í þinni iðkun og hvert þú getur tekið hana? Viltu taka aukna sjálfstjórn í þinni iðkun og fá aukið sjálfstæði, en vantar þekkingu á því hvar þú eigir að byrja og hvert þú sért að fara?

Þetta námskeið snýst allt um þig, og hvernig fræðslan og iðkunin á námskeiðinu styrkir þig í þinni sjálfskönnun og/eða þinni jógakennslu

 

Hvað mun ég læra?

Námskeiðið samtvinnar iðkun og fræðilegri kennslu á stellingum (āsana), sitjandi öndun (prānāyāma) og hljóð (mantra).

  1. Kynnast dýpri stigum stellinga (āsana).
  2. Kynnast fræðilega hluta stellinga iðkun.
  3. Fræðilegur sem og iðkunar hluti öndunar (prānāyāma) iðkunar.
  4. Yoga Sūtra, samband milli vitundar og huga.
  5. Tækifæri til að þróa, fínpússa og samþætta mismunandi verkfæri jóga fyrir persónulega iðkun.
  6. Viðbót við kennsluhæfni þína sem jógakennari eða jógakennaranemi.
  7. Að kynnast hinni umfangsmiklu kennslu Krishnamacharya undir fána Vinijóga.

fyrir hvern

Námskeiðið hentar bæði, iðkendum sem vilja bæta sig í iðkun og auka skilning á fræðilega hluta jóga iðkunar, eða fyrir jógakennara sem vilja bæta kennsluhæfni sína. Opið öllum nema byrjendum í jóga iðkun, hentar vel fyrir áhugasama iðkendur, jógakennaranema, jógakennara frá hvaða jógastíl sem er. Námskeiðið er einstakt tækifæri til að skilja og fá dýpri þekkingu á jóga bæði fræðilega sem og í iðkun.

Hver þátttakandi mun fá 60 blaðsíðna handbók sem inniheldur eftirfarandi námsefni:

Þeir sem klára námskeiðið fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku, námskeiðið telur sem 10 tímar fyrir áframhaldandi nám jógakennara.

Þetta er upprunalegt námskeið frá hinum virta jógaskóla í Englandi Centre for Yoga Studies. Námskeiðið dregur fram kjarnan í jóga út frá vinijóga hefðinni, sem fræði og iðkun. Námskeiðið þróaðist úr miðlun milli TKV Desikacharog Paul Harvey.

Þetta námskeið er inngangur að hinni umfangsmiklu kennslu Krishnamacharya, aðaláhersla í kennslu Krishnamacharya var pārampara, eða bein miðlun milli kennara og nemanda, því er hópunum haldið litlum eða aðeins 9 þátttakendur hámark.

Nánari upplýsingar

Kennari

Talya Freeman

Kennslan fer fram á ensku

Kennsla

12-13.10.2019

Kennt frá 10:00 – 17:30 báða dagana

Verð

33.900 kr.

Skrá mig

Kennari

Guðmundur Pálmarsson

Kennsla

8-9.2.2020

Kennt frá 10:00 – 17:30 báða dagana

Verð

33.900, snemmgreiðsluverð 29.900 ef skráð er fyrir 24.01.2020

Skrá mig

Kennari

Talya Freeman

Kennslan fer fram á ensku

Kennsla

9-10.05.2020

Kennt frá 10:00 – 17:30 báða dagana

Verð

33.900, snemmgreiðsluverð 29.900 ef skráð er fyrir 24.04.2020

Skrá mig

 

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar