Menu

 

2. mars

Elfdu kraft og vitund með vinijóga

Þriggja klukkustunda vinnustofa þar sem þú lærir undistöður öndunarmiðaðrar iðkunar

“Svo er öndun svo er hugur.”

Vinnustofan kynnir grundvallaratriði í iðkun á öndunarmiðaðri iðkun. Öndunarmiðuð iðkun er djúpstæð öndunarþjálfun í kröftugri hreyfingu og kyrrstöðu. Vinnustofan er opin öllum sem vilja kynna sér vinijóga. Vinnustofan er alltaf kennd í upphafi tímabils eða á sex vikna fresti.

Við mælum með því að þú takir þessa vinnustofu ef þú hefur möguleika. Eftir þessa vinnustofu munt þú hafa grunnskilning til iðkunar í hóptímum hjá okkur.

  1. Grundvallarlögmál hreyfingar og andardrátts samkvæmt vinijóga hefðinni.
  2. Undirstöður bakfettu og framteygju.
  3. Rétt beiting í stellingum og aukning í meðvitund á réttri líkamsbeitingu.
  4. Skilningur í djúpöndunarvinnu.

Dagsetning: 2. mars

Kennsla: Frá 17:00 – 20:00

Kennari: Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman

Verð: 6.900 kr, greiðist við skráningu.

SKRÁ MIG

 

“Ég fór á námskeið hjá Gumma og Talya eftir að hafa verið á dagsnámsheiði í Yogātma hjá Paul Harvey. Í hans kennslu var eitthvað sem ég fann að ég þyrfti að kanna betur. Gummi og Talya eru einstakir kennarar miklir reynsluboltar og viskubrunnar. Þeirra nalgun í kennslunni er djúp og umbreytandi og hefur gefið mér aukinn skilning á sjálfri mér og tilverunni. Timarnir eru skipulegir, fræðandi og notalegt og hlýtt andrúmsloft einkennir Yogātma, Gumma og Talyu.”

Sólveig

 

“Einstök upplifun. Hef prufað allskonar jóga en þetta er einstakt” 

Teitur Magnússon

 

“Mjög fagleg og góð kennsla. Góð fræðsla og kennsla í aukinni líkamsmeðvitund.”

Ingibjörg

 

“Mjög persónulegt og gott námskeið með æðislegum kennurum.”

Hrafnhildur

 

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar