Menu
Grunnnámskeið í vinijóga 1600 x 750

 

5. mars - 28. mars

Snemm greiðsluafsláttur 9.900 kr. ef skráð er fyrir 26.02

Grunnnámskeið í vinijóga

Viltu auka heilsuhreysti og vellíðan í stoðkerfi. Viltu auka starfsorku, bæta svefn og draga úr streitu. Viltu aukna hugarró, og þróun á núvitund og gjörhygli.

 

Vinijóga er yfir 1000 ára heilsu- og hugræktarkerfi, og kennir blöndu af jógískri tækni sem hefur staðist tímans tönn. Þær aðferðir sem kenndar eru auka, heilsuhreysti, starfsorku og gjörhygli sem leiðir að hugarró. Vinijóga er aðferðarfræði sem vinnur á öllum þáttum líkama og huga og á sama tíma virðir getu hvers einstaklings með því að aðlaga iðkun að getu hvers og eins. Vinijóga er gjörhyglisleiðin að jóga iðkun. Iðkendur geta haldið áfram iðkun í opnum tímum eftir námskeiðið.

Þú munt læra:

  1. Grundvallarlögmál hreyfingar og andardrátts samkvæmt vinijóga hefðinni.
  2. Rétt beiting í stöðum og aukning í meðvitund á betri líkamsbeitingu.
  3. Undirstöður í beitingu á grunndvallarstöðum framteygju, bakfettu og hryggvindum.
  4. Skilningur á tæknum varðandi öndunarþröskulds og öndunarhlutfalla.
  5. Undirstöðu í sitjandi öndunaræfingum og hugleiðslu.
  6. Grundvallarstoðir í lífspeki jóga.

 

SKRÁ MIG

 

Ávinningur öndunarmiðaðrar iðkunar er:

 

Dagsetning: Hefst 05.03 og stendur í 4 vikur. Þátttakendur geta mætt í opna tíma á meðan námskeiði stendur.

Kennsla: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:40 – 20:55

Kennari: Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman

Verð: Snemmgreiðsluafsláttur samtals 9.900 ef skráð er fyrir 26.02, annars fullt verð 16.900. N28ámskeiðsgjald er greitt við skráningu.

SKRÁ MIG

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar