Menu

 

5. nóvember - 12. desember

Elfdu kraft og vitund með vinijóga

Vinijóga eru kröftugar stöður sem byggir upp sterkan og sveigjanlegan líkama. Samfara byggjum við upp kröftugan öndunargrunn sem eykur innra sem ytra hreysti og öfluga vitund.

Jógatímar sem eru kenndir í formi 6 vikna námskeiðis. Fyrir byrjendur eða þá sem eru vanir og vilja kynna sér vinijóga.

Komdu og prufaðu fyrsta vikan er frí.

Þú munt læra:

  1. Grundvallarlögmál hreyfingar og andardrátts samkvæmt vinijóga hefðinni.
  2. Rétt beiting í stellingum og aukning í meðvitund á betri líkamsbeitingu.
  3. Skilningur í djúpöndunarvinnu.
  4. Grundvallarstoðir í lífspeki jóga.

Innifalið í verði:

  1. 6 vikur í kennslu, fyrsta vikan frí, + opnir tímar í hádegi og á laugardögum
  2. 30 mínútna einkaviðtal með Gumma eða Talyu fyrir þá sem kjósa, að skilja betur undirstöður iðkunar, eða líkamslestur.

 

Dagsetning: Hefst 04.11 og stendur í 6 vikur. Þátttakendur geta mætt í opna tíma í hádegi og á laugardögum.

Kennsla: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:45 – 21:00

Kennari: Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman

Verð: 20.900 kr, námskeiðsgjald er greitt við mætingu eða eftir fyrstu vikuna.

SKRÁ MIG

 

“Ég fór á námskeið hjá Gumma og Talya eftir að hafa verið á dagsnámsheiði í Yogātma hjá Paul Harvey. Í hans kennslu var eitthvað sem ég fann að ég þyrfti að kanna betur. Gummi og Talya eru einstakir kennarar miklir reynsluboltar og viskubrunnar. Þeirra nalgun í kennslunni er djúp og umbreytandi og hefur gefið mér aukinn skilning á sjálfri mér og tilverunni. Timarnir eru skipulegir, fræðandi og notalegt og hlýtt andrúmsloft einkennir Yogātma, Gumma og Talyu.”

Sólveig

 

“Einstök upplifun. Hef prufað allskonar jóga en þetta er einstakt” 

Teitur Magnússon

 

“Mjög fagleg og góð kennsla. Góð fræðsla og kennsla í aukinni líkamsmeðvitund.”

Ingibjörg

 

“Mjög persónulegt og gott námskeið með æðislegum kennurum.”

Hrafnhildur

 

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar