Menu

 

15. október - 19. nóvember

12.900 kr.

Grunnnámskeið í vinijóga

Viltu læra jógakerfi sem tekur á öllum þínum hliðum, stoðkerfi, starfsorku og hugarró. Komdu þá og lærðu núvitundarleiðina að jóga.

 

Námskeið fyrir byrjendur í vinijóga

Þú munt læra grundvallarstöður og grundvallarlögmál iðkunar skref fyrir skref. Grunnnámskeiðið byggir upp undirstöður í jógaiðkun ,svo þú getir haldið áfram með kunnáttu um rétta beitingu, og með aðgætni í aðra tíma. Guðmundur mun kynna undirstöðuatriði iðkunar og leiða tíma tengdan þeim á miðvikudögum í vinijóga 1-2 mun Talya snerta á þeim og mælum við með því að ef þú sérð þér fært að mæta að koma einnig í þann tíma.

Þú munt læra:

  1. Grundvallarlögmál hreyfingar og andardrátts samkvæmt viniyoga hefðinni.
  2. Rétt beiting í stöðu og djúp meðvitund á betri líkamsstöðu
  3. Undirstöður í beitingu á grunndvallarstöðum framteygju, bakfettu og hryggvindum.
  4. Undirstöður öndunarmiðaðrar iðkunar, að skilja mun á stjórnaðri öndun og meðvitaðri öndun.

 

SKRÁ MIG

 

Ávinningur öndunarmiðaðrar iðkunar getur orðið:

 

Dagsetning: Hefst 15.10 og stendur í 6 vikur. Þátttakendur geta mætt í opna tíma á meðan námskeiði stendur.

Kennsla: Kennt er á mánudögum frá kl. 17:45 – 19:00

Kennari: Guðmundur Pálmarsson

Verð: 12.900, fullt verð er greitt við skráningu.

SKRÁ MIG

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar