Menu

 

27. október

Kynningardagur í YogĀtma

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin á kynningardag hjá okkur þann, 27.október frá kl. 10:00 - 15:00.

Dagskráin er opin öllum og ókeypis, okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest. Ýmiskonar góðgæti verður á borðum

Gummi mun leiða tíma í vinijóga tvö og hefur létt spjall eftir tímann um hjarta kennslunar í vinijóga 1 – Á – 1. Talya verður með stutta vinnustofu um herðarstöðu og leiðir síðan tíma í kringum herðarstöðuna. Kristína og Ólafía munu kynna Balíferð sem Munay travel og Gummi og Talya munu fara í apríl 2019.

 

10:00 – 11:15

Vinijóga 2

Komið og kynnist öndunarmiðaðri iðkun, núvitundarleiðinni að jógaiðkun. Gummi mun kynna einstök verkfæri í jógaiðkun sem allir iðkendur geta nýtt sér í sinni persónulegu iðkun.

 

11:15 – 11:30

Hvað er vinijóga?

Létt spjall með Gumma um hjartað í kennslu vinijóga, 1 – Á – 1.

 

11:30 – 12:30

Tendraðu eldinn innra með þér. Krefjandi stöður sería 1 herðarstaða

Talya mun leiða stutta vinnustofu sem kynnir framteygjur samkvæmt vinijógahefðinni.

 

12:30 – 13:30

Jóga í paradísinni Balí

Kristína og Ólafía munu kynna verðandi Balíferð. Munay travels og Talya, Gummi leiða saman hesta sína og fara í stórkostlega ævintýra og jógaferð til Balí. Þær munu kynna þessa einstöku ferð, þar sem dvalið verður í Shala Bali einum stórkostlega jógastað í Ubud og tilhögun ferðarinnar.

 

13:45 – 14:45

Nicolai ætlar að hafa vinnustofu í tengingu við námskeið sem hann mun halda í Yogatma

This free 1-hr class is an introduction to the world-renowned Art of Living Happiness Program, a transformative immersion in powerful breathing techniques and mind mastery. Sjá hlekk fyrir kynninguna

 

 

Tímarnir og vinnustofurnar eru öllum opnar og ókeypis.

Sendið fyrirspurn ef þið hafið einhverjar.

Senda póst

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar