Menu

 

5. nóvember - 28. nóvember

17.900 kr.

Tendraðu eldinn innra með þér. Krefjandi stöður sería 1 herðarstaða.

4 vikna námskeið, þar sem þú munt læra tækni fyrir lengra komna til að þróa, fínstilla og meistra herðarstöðuna

Vertu samferða Talyu og Gumma á þessu 4 vikna námskeiði. Kafað verður ofan í lítt þekkta visku út frá vinijógahefðinni um drottningu allra staða “herðarstöðuna”. Í 8 kennslustundum munum við skoða hugtök og lögmál, og þú munt fá tækifæri að þróa þinn skilning og innsæi á stöðunni. Hvernig við fáum aðgang að henni, þróum hana og loksins meistrum hana. 

 

Fyrir hvern

Þátttakendur þurfa að hafa verið í iðkun í lágmarki eitt ár óháð jógastíl. Námskeiðið er bæði fyrir þá sem geta ekki komið uppí stöðuna, eða þá sem hafa iðkað hana í mörg ár en vilja meira. Við munum ganga úr skugga um að við skiljum réttu skrefin til að gera stöðuna örugga, svo við getum iðkað hana til að ná raunverulegum ávinningi. Nemendum er ráðlagt að taka með sér glósubók.

 

Þú munt læra:

 

Kennsla

Dagsetning: Hefst 5.11 og stendur í 4 vikur. Þátttakendur geta mætt í opna tíma á meðan námskeiði stendur.

Kennsla: Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19:00 – 20:15

Kennari: Talya Freeman og Guðmundur Pálmarsson

Verð: 17.900, fullt verð er greitt við skráningu. (50% afsláttur fyrir meðlimi Yogātma)

SKRÁ MIG

< Námskeið

Gerast Áskrifandi að fréttabréfinu okkar